<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 18, 2004

Gærkvöldið...

...var algjör snilld!!! Ég þakka kærlega fyrir gott partí Jórunn mín - skemmtilegasta partí sem ég hef farið í lengi! :) Takk fyrir frábært kvöld stelpur ;)
Við tjúttuðum sko almennilega. Byrjaði mjög rólega - en eftir nokkrar glasalyftingar og því öllu saman, voru allir komnir í æðislegan gír og það var mikið dansað, hlegið og kjaftað.
Það endaði með því að við Sara vorum tvær eftir niðrí bæ - hinar stelpurnar komust aldrei í bæinn, aðrar fóru snemma heim og einni týndum við. Við sníktum okkur svo far heim með einhverjum strákum sem voru að fara heim með leigubílum. Sara fór með einum og ég með tveimur. Það var einn nördari og einn norsari - það fyndnasta sem ég hef upplifað lengi. Og ég komst upp með að borga ekki krónu..múhahahhaa :o)

Enn og aftur - takk stelpur! Þetta var yndislegt..

Nú eru það Kárahnjúkar sem bíða okkur Jórunnar. Wish us luck!!

Já..og þar sem ég verð ekki á staðnum og verð ekki í Netsamband upp á Öræfum, þá get ég ekki haldið utan um saumaklúbba-hittingana. Þið verðið soldið að bjarga ykkur sjálfar ;)

Knús og kossar..

föstudagur, janúar 16, 2004

Change of Plan

Það verður partí hjá Jórunni annað kvöld. Ég er búin að senda sms til allra, vona að það hafi komist til skila. Endilega að mæta stelpur. Mætið með góða skapið í annarri og búsið í hinni hehehe... :o)
Biggi hætti við að halda strákapartí, svo það kom í ljós á síðustu stundu að það Jórunn gæti haldið teiti..
Sjáumst stelpur!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Stelpur stelpur!

Lítill áhugi virðist vera á partíi í þessum mánuði. Það hefur enginn boðist til að halda slíkt og fáar spurt um það. Ef einhver getur haldið partí þá væri það mjög gaman og viðkomandi lætur þá vita.
Næsti saumaklúbbur verður þá líklega í febrúar, en ég veit hins vegar ekki hver ætlar að halda hann. Fanney ætlar svo að halda saumaklúbb fyrstu vikuna í mars, svo þið vitið af því.

Sjáumst síðar.

mánudagur, janúar 05, 2004

Janúardjamm

Við vorum búnar að tala um að halda gott djamm saman núna í Janúar. Nú þegar Regína er komin til landsins og Halldóra í stoppinu sínu. Hún fer aftur út þann 1.febrúar. Reyndar er Steinunn að yfirgefa landið, þann 10. janúar og fer í Lýðháskóla í Danmörku - eins og Regína var í fyrir jól :o)

En alla vega..

Hver nennir að halda partí fyrir ca 15 gellur í þessum mánuði?
Við skulum ekki vera með eitthvað vesen samt. Það koma bara allir með sitt, við tökum til áður/ef við förum í bæinn eða eitthvað svoleiðis.

Látið vita!
...hér á blogginu, eða þið getið hringt í mig eða eitthvað.
Stelpur - ekki láta þetta klikka!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Afmælisbarn

Ég á afmælí dag, ég á afmælí dag, ég á afmæl´ég sjáááááááálf...Ég á afmæliíííí daaaaaaaag!!! :o)

Svo á Laufey líka afmæli í dag - Til hamingju! :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?