miðvikudagur, september 29, 2004
Góð mæting
Við vorum nú bara hvorki meira né minna en 11 manns sem vorum í síðasta saumaklúbbi! Frábær mæting og gaman að hittast svona allar aftur - allt of langt síðan síðast!
Þrátt fyrir skilaboð mín hér á blogginu hélduð þið áfram kæru stúlkur að koma með of mikið eða ekki neitt...En ég nenni samt ekki að vera skipta mér af þessu..ekki mikið alla vega. Það þarf bara að hafa einhvers konar skipulag...eða eins og Sigrún sagði...Sleppa því að koma með fullt af nammi og dóti og leggja bara fyrir 500 kall í hverjum mánuði og gerum svo eitthvað skemmtilegt fyrir þann pening. Hverjir eru memm í því? Það er nú samt soldið huggulegt að koma með eitthvað smotterí...þaggi?
En ég mundi leggja til þetta: Við erum 10-12 sem mætum alltaf í klúbbana. Hvernig væri að alltaf 3 eða 4 stelpur kæmu með eitthvað...? Það þurfa ekki 12 stelpur að koma með fullt, heldur gengur þetta hringinn..svo þá kemur hver og ein stelpa með eitthvað i 3ja hvern saumaklúbb..það ætti nú ekki að vera mjög flókið. Ég skal búa til skipulagið meira að segja haha :) Djö er ég klár....
En já..þið bara látið vita hvað þið viljið gera? Ég ætla ekki að vera einhver einráður harðstjóri..hehe.
En ég vildi nú bara aðallega þakka ykkur fyrir góða kvöldstund og ég vona að einhver vilji halda saumaklúbb í næsta mánuði. Anna Sigrún hringdi rétt fyrir miðnætti og bað kærlega að heilsa öllum Henni fannst óvart eins og klúbburinn væri á sunnudag..En hana langar soldið að halda saumaklúbbinn næst og ætlar að láta mig vita. Ég læt þá inn auglýsinguna hér ef hún vill halda..annars býður einhver annar sig fram? :)
Ég er með blogg eins og flestar vita, http://www.folk.is/runastef - og þar er ég komin með myndaalbúm, en ég set ábyggilega myndirnar síðan í gærkvöldi inn á þessa síðu um helgina. Ef ég geri það ekki - þá megið þið skamma mig :) hehe
Svo þið getið fylgst með...og kvittað í gestabókina! :)
Jæja...það var gaman að sjá ykkur sætu stelpurnar mínar. Sjáumst vonandi fljótt aftur!!
Knús og kossar,
Kristrún.
Við vorum nú bara hvorki meira né minna en 11 manns sem vorum í síðasta saumaklúbbi! Frábær mæting og gaman að hittast svona allar aftur - allt of langt síðan síðast!
Þrátt fyrir skilaboð mín hér á blogginu hélduð þið áfram kæru stúlkur að koma með of mikið eða ekki neitt...En ég nenni samt ekki að vera skipta mér af þessu..ekki mikið alla vega. Það þarf bara að hafa einhvers konar skipulag...eða eins og Sigrún sagði...Sleppa því að koma með fullt af nammi og dóti og leggja bara fyrir 500 kall í hverjum mánuði og gerum svo eitthvað skemmtilegt fyrir þann pening. Hverjir eru memm í því? Það er nú samt soldið huggulegt að koma með eitthvað smotterí...þaggi?
En ég mundi leggja til þetta: Við erum 10-12 sem mætum alltaf í klúbbana. Hvernig væri að alltaf 3 eða 4 stelpur kæmu með eitthvað...? Það þurfa ekki 12 stelpur að koma með fullt, heldur gengur þetta hringinn..svo þá kemur hver og ein stelpa með eitthvað i 3ja hvern saumaklúbb..það ætti nú ekki að vera mjög flókið. Ég skal búa til skipulagið meira að segja haha :) Djö er ég klár....
En já..þið bara látið vita hvað þið viljið gera? Ég ætla ekki að vera einhver einráður harðstjóri..hehe.
En ég vildi nú bara aðallega þakka ykkur fyrir góða kvöldstund og ég vona að einhver vilji halda saumaklúbb í næsta mánuði. Anna Sigrún hringdi rétt fyrir miðnætti og bað kærlega að heilsa öllum Henni fannst óvart eins og klúbburinn væri á sunnudag..En hana langar soldið að halda saumaklúbbinn næst og ætlar að láta mig vita. Ég læt þá inn auglýsinguna hér ef hún vill halda..annars býður einhver annar sig fram? :)
Ég er með blogg eins og flestar vita, http://www.folk.is/runastef - og þar er ég komin með myndaalbúm, en ég set ábyggilega myndirnar síðan í gærkvöldi inn á þessa síðu um helgina. Ef ég geri það ekki - þá megið þið skamma mig :) hehe
Svo þið getið fylgst með...og kvittað í gestabókina! :)
Jæja...það var gaman að sjá ykkur sætu stelpurnar mínar. Sjáumst vonandi fljótt aftur!!
Knús og kossar,
Kristrún.
fimmtudagur, september 16, 2004
Jæja stelpur - þá er komið að því!!
Ég ætla bara að taka það að mér að halda fyrsta saumaklúbb haustsins, að heimili mínu í Fossvogi þriðjudagskvöldið 28. september! Mæting kl 20:30. Nú eru foreldrar mínir að skreppa frá í nokkra daga, svo ég hef aldeilis tækifæri til að bjóða heim í saumaklúbb.
Allar skulu hafa með sér eftirfarandi:
• Handavinnu
• Léttar veitingar
• Góða skapið
• Góða sögu fyrir sögustund
• ...og Brosið!
Hahaha vá hvað ég er skemmtilega væmin..hihi. En alla vega. Og varðandi veitingar...hér koma nokkur vel valin orð um þær:
Það eru nokkrar stelpur sem endurtekið koma ekki með neitt, eða koma með mjög lítið þegar þær taka eitthvað með sér yfirleitt. Svo eru aðrar stelpur sem taka alltaf með sér eitthvað og oft of mikið. Þetta er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt. Nú skulum við snúa dæminu soldið við - svo að allir komi með smávegis...
Þið getið verið 2 og 2 saman um eitthvað. Það er t.d. alveg nóg að það sé 1 kaka og 2 ostar, og 1-2 flöskur af gosi. Það þarf heldur ekki að vera margar tegundir af snakki og svona. Við erum nú oftast bara svona 8-10 stelpur, og það eru nú takmörk fyrir því hvað við borðum...það eru oftast alveg þvílíkir afgangar! Er ekki gott að miða bara við 200-300 krónur á mann? Held það sé nú alveg nóg....
Þið sjáið í hendi ykkar hvað gerist ef 5 koma með kökur og hinar 5 með gosflösku...En alla vega..við þurfum auðvitað að hafa einhverja reglu á þessu.
En já..þakka þolinmæðina lesendur góðir og munið svo að láta vita hvort þið ætlið að koma eða ekki.
Sendið mér sms eða hringið: 661-9181.
Sjáumst þann tuttugastaogáttunda :D
Ps...ég verð alveg brjáááááluð ef þið látið mig ekki vita... ;)
Ég ætla bara að taka það að mér að halda fyrsta saumaklúbb haustsins, að heimili mínu í Fossvogi þriðjudagskvöldið 28. september! Mæting kl 20:30. Nú eru foreldrar mínir að skreppa frá í nokkra daga, svo ég hef aldeilis tækifæri til að bjóða heim í saumaklúbb.
Allar skulu hafa með sér eftirfarandi:
• Handavinnu
• Léttar veitingar
• Góða skapið
• Góða sögu fyrir sögustund
• ...og Brosið!
Hahaha vá hvað ég er skemmtilega væmin..hihi. En alla vega. Og varðandi veitingar...hér koma nokkur vel valin orð um þær:
Það eru nokkrar stelpur sem endurtekið koma ekki með neitt, eða koma með mjög lítið þegar þær taka eitthvað með sér yfirleitt. Svo eru aðrar stelpur sem taka alltaf með sér eitthvað og oft of mikið. Þetta er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt. Nú skulum við snúa dæminu soldið við - svo að allir komi með smávegis...
Þið getið verið 2 og 2 saman um eitthvað. Það er t.d. alveg nóg að það sé 1 kaka og 2 ostar, og 1-2 flöskur af gosi. Það þarf heldur ekki að vera margar tegundir af snakki og svona. Við erum nú oftast bara svona 8-10 stelpur, og það eru nú takmörk fyrir því hvað við borðum...það eru oftast alveg þvílíkir afgangar! Er ekki gott að miða bara við 200-300 krónur á mann? Held það sé nú alveg nóg....
Þið sjáið í hendi ykkar hvað gerist ef 5 koma með kökur og hinar 5 með gosflösku...En alla vega..við þurfum auðvitað að hafa einhverja reglu á þessu.
En já..þakka þolinmæðina lesendur góðir og munið svo að láta vita hvort þið ætlið að koma eða ekki.
Sendið mér sms eða hringið: 661-9181.
Sjáumst þann tuttugastaogáttunda :D
Ps...ég verð alveg brjáááááluð ef þið látið mig ekki vita... ;)